Úlfarsárdalur, skóli, menningar- og íþróttamiðstöð

Tillaga í opinni hönnunarsamkeppni um samþættan leik-og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningabókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal í Reykjavík.


Teiknistofan hlaut 2. verðlaun í samkeppninni. Alls bárust 24 tillögur í samkeppninni, sem var tveggja þrepa keppni og stóð yfir í tæplega ár. Framlag Teiknistofu arkitekta var ein fjögurra tillagna sem dómnefnd valdi til frekari útfærslu á seinna þrepi samkeppninnar.


Megininntak tillögu:

- Skólinn, menningar- og íþróttamiðstöðin verður miðlæg í borgarhlutanum á milli Úlfarsár- og Grafarholtshverfa.
- Aðkomutorgið er miðja byggingarinnar. Þaðan er góð yfirsýn og tengsl við alla meginþætti starfseminnar.
- Flæðiás gengur frá aðalinngangi um aðkomutorgið og niður um opnun á milli hæða og út í dalinn með áherslu á hámarksgegnsæi.
- Fjölnotasalur og aðrir stærri salir liggja að aðkomutorginu og þaðan eru góð tengsl við skólann, bókasafn/menningarmiðstöð, sundlaug og íþróttahús.

Tengill á greinargerð með tillögu: Úlfarsárdalur greinargerð

Hönnunarár: 2014

Til baka í byggingar

Sitefinity Web Content Management