FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

 • Íbúðir SS á Hvolsvelli


  7. september 2018

  Fyrstu starfsmenn Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli eru fluttir inn í nýjar íbúðir sem fyrirtækið hefur byggt við Gunnarsgerði á Hvolsvelli. Teiknistofa arkitekta hannaði íbúðirnar. Um er að ræða átta íbúða raðhús. Hver íbúð er um 50 fermetrar og var lögð áhersla á góða nýtingu rýma og að velja endingargóð og vönduð byggingarefni.


  Mímir fasteignir ehf. var framkvæmdaaðili húsanna fyrir Sláturfélag Suðurlands.


  Framkvæmdir eru þegar hafnar við næsta hús sem rísa mun við nýja götu á Sýslumannstúni á Hvolsvelli.    • Sumarlokun


  21. júlí 2018

  Teiknistofan verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks frá 23. júlí til 7. ágúst 2018.

    • Gerplustræti 31-37

  9.apríl 2018

  Hafin er sala á íbúðum í 40 íbúða fjölbýlishúsi sem Teiknistofan hannaði við Gerplustræti 31-37 í Helgafellslandi, Mosfellsbæ.

  Í húsinu eru tvö stigahús. Íbúðirnar eru af fjölbreytilegum stærðum, 2ja til 4 herbergja, frá 61 til 145 fm.

  Framkvæmdaaðili er Mannverk ehf.

  Nánari umfjöllun um bygginguna má sjá hér á síðunni: Gerplustræti 31-37    • 2. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands


  22. desember 2017

  Í gær voru kunngerð úrslit í opinni framkvæmdasamkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands í Garðabæ. 


  Tillaga teiknistofunnar  hlaut 2. verðlaun í samkeppninni.


  Verðlaunaafhending og opnun sýningar á samkeppnistillögum fór fram í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar Ásgarðs í Garðabæ. Sýning á tillögunum mun standa til febrúarloka.
    • Arkitekt óskast


  1. september 2017

  Við leitum að skapandi og metnaðarfullum arkitekt til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum á starfsstöð okkar í Reykjavík.


  Framtíðarmöguleikar fyrir rétta aðila.


  Teiknistofa arkitekta er alhliða ráðgjafafyrirtæki á sviði hönnunar, skipulags og mannvirkja. Áhugasamir sendi umsókn á netfangið johann@teikna.is fyrir 14. sept. 2017. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.


  Nánari upplýsingar veitir Jóhann E. Jónsson í ofangreint netfang og í síma 695 2826.


  Frekari upplýsingar um teiknistofuna er að finna á www.teikna.is    • 1. sæti í Hafnarfirði


  19. júlí 2017

  Tillaga teiknistofunnar var valin til frekari útfærslu fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu í vesturhluta Hrauna í Hafnarfirði.


  Teiknistofan vinnur nú að skipulagsvinnu á svæðinu í samvinnu við Krads arkitekta og skipulagsráð Hafnarfjarðar.    • Atvinnutækifæri


  12. apríl 2017

  Við leitum að arkitekt og/eða byggingarfræðing til að slást í hópinn á starfsstöð okkar í Reykjavík.

  Við leitum að jákvæðum og hæfileikaríkum einstaklingum með gott vald á algengustu hönnunarforritum. Rík áhersla er lögð á frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.


  Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á johann@teikna.is. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.


   


 • Arkitekt og byggingafræðingur óskast


  6. janúar 2017

  Vegna fjölbreyttra og spennandi verkefna framundan óskum við eftir að ráða arkitekt og byggingafræðing til starfa á starfsstöð okkar í Reykjavík.


  Teiknistofa arkitekta er alhliða ráðgjafafyrirtæki á sviði hönnunar, skipulags og mannvirkja.


  Við leitum að jákvæðum og hæfileikaríkum einstaklingum með gott vald á algengustu hönnunarforritum. Rík áhersla er lögð á frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.


  Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á johann@teikna.is fyrir 18. janúar 2017. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað.


  Frekari upplýsingar um Teiknistofu arkitekta er að finna á www.teikna.is   


 • Flutningar í Reykjavík


  7. desember 2016

  Vinnustofa teiknistofunnar í Reykjavík flytur af Skólavörðustíg 3 í Vegmúla 2, 5. hæð, föstudaginn 9. desember.

  Búast má við truflunum í síma- og netsambandi við skrifstofuna á fimmtudag og föstudag.


   


 • Nýtt félagsheimili Brokeyjar við Ingólfsgarð


  20. september 2016

  Í sumar hélt Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey samkeppni valinna arkitekta um hönnun á nýju félagsheimili við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn.


  Tillaga teiknistofunnar varð fyrir valinu til nánari útfærslu. Teiknistofan vinnur nú að hönnun hússins í samvinnu við Brokey.    • Nýir meðeigendur

  11.júlí 2016

  Jóhann Einar Jónsson arkitekt og Lilja Filippusdóttir landslagsarkitekt hafa gerst meðeigendur Teiknistofu arkitekta.


  Þau hafa bæði starfað á teiknistofunni nokkur undanfarin ár.


  Aðrir eigendur eru arkitektarnir Gylfi Guðjónsson, Arnfríður Sigurðardóttir og Árni Ólafsson.


   Sitefinity Web Content Management