Fréttir

2. verðlaun til Teiknistofu arkitekta í Úlfarsárdal

25. nóvember 2014

Í dag voru kunngerð úrslit í opinni hönnunarsamkeppni um samþættan leik-og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningabókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal í Reykjavík.

Teiknistofa arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf hlaut 2. verðlaun í samkeppninni. Verðlaunaafhending og opnun sýningar á öllum samkeppnistillögunum fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur síðdegis.

Alls bárust 24 tillögur í samkeppninni, sem var tveggja þrepa keppni og stóð yfir í tæplega ár. Framlag Teiknistofu arkitekta var ein fjögurra tillagna sem dómnefnd valdi til frekari útfærslu á seinna þrepi samkeppninnar.

Tengill á umfjöllun um tillöguna á verkefnasíðu: Úlfarsárdalur

Tengill á dómnefndarálit: http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_frettir/fra_1114-4_samkeppni_ulfarsardal_lowres.pdf