Fréttir

Deiliskipulag á Grundartanga

11. júlí 2014

Teiknistofa arkitekta hefur unnið tillögu að deiliskipulagi austursvæðis á Grundartanga. Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 2007. Á svæðinu eru gert ráð fyrir iðnaðar- og athafnalóðum af ýmsum stærðum.

Lögð er áhersla á að fella uppbygginguna vel að landslagi svæðisins með landmótun. Gert er ráð fyrir gönguleið umhverfis Katanestjörn og niður að strönd Hvalfjarðar.

Tillagan er í samþykktar- og auglýsingarferli.