Fréttir

Hótel Eyja opnar í Brautarholti 10-14

6. maí 2016

Nú í vikunni opnaði Eyja Guldsmeden hótel í Brautarholti 10-14 í Reykjavík. Teiknistofa arkitekta hannaði breytingar á húsinu í samvinnu við rekstraraðila. Í hótelinu eru 65 glæsileg herbergi ásamt veitingasölum og þjónusturýmum á jarðhæð. Hótelið er líf rænt „boutique hotel“ og er rekið í samstarfi við dönsku hótelkeðjuna Guldsmeden hotels. Sjálfbærni og vistvernd eru höfð að leiðarljósi í rekstri hótelsins. Sú stefna var útgangspunktur í hönnun og útfærslum í breytingaferlinu.

Svæðið ofan við Hlemm er í mikilli uppbyggingu þessi misserin. Fjölgun íbúða og gistirýma á svæðinu eflir þjónustu og stækkar miðborgina. Hótel Eyja mun vafalítið verða eftirsóttur áfangastaður.