Fréttir

Hraunskarð og Hádegisskarð

12. febrúar 2021

Bygging er hafin á fjölbýlishúsum við Hraunskarð og Hádegisskarð í Skarðshlíð Hafnarfirði sem teiknistofan hannaði.

Húsin eru af tveimur gerðum, annarsvegar þriggja hæða hús með 6 íbúðum við Hraunskarð og hinsvegar tveggja hæða hús með 4 íbúðum við Hádegisskarð.

Í heild eru í húsunum 32 íbúðir sem allar eru með sérinngang. Íbúðir á jarðhæð eru með sérafnotareit.

Tengill á umfjöllun um verkefnið á verkefnasíðu: Hraunskarð og Hádegisskarð