Fréttir

Íbúðir SS á Hvolsvelli

8. september 2018

Fyrstu starfsmenn Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli eru fluttir inn í nýjar íbúðir sem fyrirtækið hefur byggt við Gunnarsgerði á Hvolsvelli. Teiknistofa arkitekta hannaði íbúðirnar. Um er að ræða átta íbúða raðhús. Hver íbúð er um 50 fermetrar og var lögð áhersla á góða nýtingu rýma og að velja endingargóð og vönduð byggingarefni.

Mímir fasteignir ehf. var framkvæmdaaðili húsanna fyrir Sláturfélag Suðurlands.

Framkvæmdir eru þegar hafnar við næsta hús sem rísa mun við nýja götu á Sýslumannstúni á Hvolsvelli.