Fréttir

Nýtt aðalskipulag Rangárþings eystra undirritað

22. maí 2015

Á 200. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra þann 15. maí sl. var nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins undirritað. Um er að ræða endurskoðun á gildandi aðalskipulagi sem Teiknistofa arkitekta hefur unnið að undanfarin misseri í góðu samstarfi við skipulagsnefnd og sveitarstjórn.

Skipulagsstofnun hefur staðfest skipulagsáætlunina. Aðalskipulagið tekur gildi þegar auglýsing um gildistöku hefur birst í B-deild á næstu dögum.