Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Hafist var handa við endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar haustið 2004. Nýtt aðalskipulag leysir af hólmi aðalskipulag Dalvíkur 1992-2012 og aðalskipulag Árskógshrepps 1991-2011. Nýja skipulagið nær til alls lands innan sveitarfélagsmarka og er jafnframt fyrsta aðalskipulag sem gert er fyrir Svarfaðardalshrepp hinn forna.
Nýtt aðalskipulag var samþykkt í bæjarstjórn 30. júní 2009 og staðfest af umhverfisráðherra 24. ágúst 2009.