


Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020
Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps var auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73.1997 þann 15. maí 2008. Athugasemdafrestur var til 26. júní 2008. Athugasemdir bárust frá fimm aðilum auk bréfs frá Skipulagsstofnun vegna umhverfisskýrslu skipulagsgreinargerðarinnar.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti tillöguna á fundi sínum 17. júlí 2008. Aðalskipulagið var staðfest af umhverfisráðherra 5. september 2008.