






Hjúkrunarheimili á Húsavík
Tillaga í opinni hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík. Tillagan fékk viðurkenninguna athyglisverð tillaga.
Gert er ráð fyrir 60 hjúkrunareiningum í sex deildum. Leitast er við að skapa aðlaðandi og hvetjandi umgjörð um hjúkrun og umönnun aldraðra á svæðinu með sveigjanleika og hagkvæmni að leiðarljósi. Lögð er áhersla á aðlögun að landslagi og aðliggjandi byggð, vandaða lóðarhönnun og góða byggingarlist. Áhersla er á skilvirkt og auðratað innra skipulag, góða rýmismyndun og áhugavert birtuflæði.
Verkkaupi: Framkvæmdasýsla ríkisins
Hönnunarár: 2020