Leikskóli á Seltjarnarnesi

Tillaga í opinni hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi. Tillagan var ein fjögurra sem dómnefnd valdi til frekari útfærslu á seinna þrepi.
Leikskólinn er fyrir 300 börn með 16 deildum. Í hönnuninni er lögð áhersla á að brjóta bygginguna upp í smærri einingar og nýta húsið til að bæta bæjarmynd á svæðinu.
Verkkaupi: Seltjarnarnes
Hönnunarár: 2019