Rammaskipulag Helgafellslands, Mosfellsbæ

Rammaskipulag Helgafellslands var unnið í framhaldi af boðskeppni um skipulag svæðisins vorið 2005. Meginhugmynd skipulagsins felst í skiptingu tengibrautar, sem liggja átti í gegn um hverfið, í tvær aðalgötur með hægfara umferð. Aðalgöturnar afmarka þétta miðju hverfisins og þjóna ákveðnu hlutverki í bæjarmyndinni. Byggingar snúa framhlið að aðalgötunum sem þar með mynda ákveðnar götumyndir og torg.