Fréttir

Skipulags- og umhverfishönnun í Landmannalaugum

13. ágúst 2014

Teiknistofa arkitekta, í samstarfi við Landark landslagsarkitekta, hefur ásamt þremur öðrum ráðgjafahópum verið boðið að taka þátt í samkeppni um skipulag og hönnun í Landmannalaugum.

Svæðið nær yfir núverandi þjónustusvæði í Landmannalaugum og næsta nágrenni. Gert er ráð fyrir uppbyggingu gestastofu og aðstöðu Umhverfisstofnunar ásamt endurbættu stígakerfi og aðstöðu gesta og landvarða.