Fréttir

Skrifstofur PWC

29. apríl 2021

PWC hefur nú flutt skrifstofur sínar í Skógarhlíð 12 í nýja starfsaðstöðu sem Teiknistofan endurhannaði. Með breyttu innra skipulagi er aðstaða starfsmanna bætt og áhersla lögð á sveigjanleika og möguleika á teymisvinnu.

Sameiginlegt mötuneyti hússins var í framkvæmdunum flutt niður á jarðhæð hússins en móttaka og fundaherbergi PWC flutt upp á efstu hæð.

Teiknistofan sá um arkitektahönnun, hönnunarstjórn, innréttingateikningar og val á húsgögnum í öllu verkefninu.