Fréttir

Tímamót

2. janúar 2019

Teiknistofan, kennd við Gylfa Guðjónsson hefur verið starfrækt frá 2. janúar 1979 og því eru í dag liðin 40 ár síðan Gylfi hóf rekstur arkitektaþjónustu á Hverfisgötu 18 í Reykjavík. Fyrst nefndist fyrirtækið Teiknistofa Gylfa Guðjónssonar en frá árinu 2000 var stofnað einkahlutafélagið Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf en þá gerðust Árni Ólafsson, Arnfríður Sigurðardóttir og Sigurður J. Jóhannsson arkitektar hluthafar en Gylfi var aðaleigandi og framkvæmdastjóri.

Aðsetur teiknistofunnar var lengst af á Skólavörðustíg 3 en hin síðari ár að Vegmúla 2 í Reykjavík og í Kaupangi á Akureyri þar sem Árni Ólafsson stýrir starfstöð teiknistofunnar.

Í dag eru hluthafarnir fimm, Gylfi Guðjónsson, Árni Ólafsson, Arnfríður Sigurðardóttir, Jóhann E. Jónsson arkitektar og Lilja Filippusdóttir landslagsarkitekt. Í dag er Jóhann E. Jónsson arkitekt framkvæmdastjóri teiknistofunnar.