Fréttir

Vefarastræti 16-22

13. maí 2016

Hafin er bygging 39 íbúða fjölbýlishúss sem Teiknistofan hannaði við Vefarastræti 16-22 í Helgafellslandi, Mosfellsbæ. Í húsinu eru fjögur stigahús, almennt með 9 íbúðum í hverju stigahúsi. Íbúðirnar eru af fjölbreytilegum stærðum, 2ja til 4 herbergja, frá 59 til 144 fm. Framkvæmdaaðili er J.E. Skjanni ehf.

Nánari umfjöllun um bygginguna má sjá hér á síðunni: Vefarastræti 16-22