Fréttir

Verðlaunatillaga á Seltjarnarnesi

20. maí 2019

Á föstudaginn voru kunngerð úrslit í opinni hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi. Tillaga teiknistofunnar hlaut sameiginleg 2. til 4. verðlaun í samkeppninni.

Alls bárust 27 tillögur í samkeppninni, sem var tveggja þrepa keppni. Tillaga Teiknistofunnar var ein fjögurra tillagna sem dómnefnd valdi til frekari útfærslu á seinna þrepi samkeppninnar.

Tengill á umfjöllun um tillöguna á verkefnasíðu: Leikskóli Seltjarnarnes

Tengill á dómnefndarálit:

https://ai.is/wp-content/uploads/2019/05/D%C3%B3mnefndar%C3%A1lit-um-n%C3%BDjan-leiksk%C3%B3la-%C3%A1-Seltjarnarnesi.pdf