Fréttir

Viðbygging við Vogafjós

1. september 2020

Fyrr í sumar var tekin í notkun viðbygging við Vogafjós í Mývatnssveit sem teiknistofan hannaði. Í viðbyggingunni er nýr aðalinngangur, móttaka gesta, verslun og setustofa. Úr setustofu er gott útsýni að Mývatni. Mannvirkið bætir enn frekar góða umgjörð um blómlega starfsemi Vogafjóss.