um okkur

Teiknistofa arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf hefur gegnum tíðina unnið til allmargra verðlauna og viðurkenninga í samkeppnum um skipulag og byggingar.
Í ársbyrjun 2017 flutti starfstöðin í Reykjavík af Skólavörðustígnum í Vegmúla 2.
Þá fjölgaði hluthöfum í fimm og Jóhann E. Jónsson tók við framkvæmdastjórn af Gylfa.

31. mars 2019 lét Gylfi Guðjónsson formlega af störfum eftir 40 ára starf í stafni fyrrgreindra teiknistofa. Hann vann þó áfram að nokkrum verkefnum næstu misserin.
Brotthvarf Gylfa og í framhaldi af því Arnfríðar Sigurðardóttur, lykilstarfsmanns til 30 ára var upphafið að ákveðnum kynslóðaskiptum í fyrirtækinu. Það lá því í hlutarins eðli að fyrirtækið fengi enn á ný nýtt nafn, þ.e. Teikna – Teiknistofa arkitekta og yngra fólk tæki við keflinu.